Evrópa unga fólksins

Kynning á Evrópu unga fólksins verður haldin í Húsi Frítímans á Sauðárkróki kl. 16:30 fimmtudaginn 11. mars.

Evrópa unga fólksins er íslenskt heiti ungmennaáætlunnar ESB sem árlega styrkir íslensk ungmenni milli 13 og 30 ára og fólk sem starfar með ungu fólki um rúma 1.000.000€. Helstu flokkar EUF eru ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðastarf og þjálfun og samstarf. Nánari upplýsingar á www.euf.is.

Farið verður yfir helstu flokka sem EUF veitir styrki í og góð ráð gefin fyrir þá sem hafa áhuga á að sækja um styrk. Þá munu sjálfboðaliðar sem Evrópa unga fólksins er að styrkja og starfa í Húsi Frítímans segja frá því hvað felst í því að vera sjálfboðaliði og hvaða möguleikar standa til boða fyrir ungt fólk sem vill starfa í Evrópu sem sjálfboðaliðar. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir