ESB umsókn í boði framsóknar í NV kjördæmi?

Íbúar í NV kjördæmi fylgdust grannt með framgöngu sinna þingmanna í atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB síðastliðið sumar, enda var málið eitt þeirra sem efst voru á baugi fyrir alþingiskosningarnar vorið 2009. Ekki kom á óvart að báðir þingmenn Samfylkingarinnar Guðbjartur Hannesson og Ólína Þorvarðardóttir skyldu greiða aðildarumsókn atkvæði sitt og var það í samræmi við málflutning þeirra fyrir kosningar.

Bjarni Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði segir í aðsendri grein hér á Feyki.is að allir þrír þingmenn VG, Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ásmundur Einar Daðason hafi staðið við orð sín um einarða andstöðu við að hafnar yrðu aðildarviðræður. Hann segir að það hafi vakið furðu íbúa í kjördæminu afstaða þingmanna Framsóknarflokksins og vill meina að orð og gjörðir hafi ekki farið saman.

Sjá grein Bjarna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir