Ertu alveg siðblindur maður

 Jón Kalmansson heimspekingur, doktorsnemi og fræðimaður Guðbrandsstofnunar um þessar mundir heldur fyrirlestur með yfirskriftinni Ertu alveg siðblindur maður? Um tengsl siðvits, athygli og hjartalags í kennslustofu ferðamáladeildar á Hólum mánudaginn 15. febrúar klukkan 11:30

Saga siðfræðinnar geymir ýmsar hugmyndir um það í hverju siðvit manna sé fólgið. Tvær áhrifamestu kenningar síðari tíma ganga annars vegar út á að siðvitið sé fólgið í einhvers konar útreikningum á afleiðingum gjörða okkar, og hins vegar í yfirvegun um hvort við getum alhæft breytnina. Í fyrirlestrinum verða þessar kenningar ræddar og bornar saman við þá hugmynd að siðvitið sé ennþá frumlægara en þessar kenningar gera ráð fyrir; það sé beinlínis fólgið í því hvernig við skynjum heiminn og veitum honum athygli. Samkvæmt þessu sjónarmiði er það siðferðilegt verkefni að móta réttsýna, vökula aðgát þannig að maður geti tekið við hlutunum eins og þeir eru, látið þá snerta sig, og vekja með sér verðugar hugsanir, tilfinningar og breytni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir