Erlent kúakyn- bjargvættur íslenskra kúabænda
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.01.2025
kl. 16.53
Í kvöld, mánudaginn 6. janúar, verður haldinn rafrænn fundur á Zoom klukkan 20:30 þar sem spjallið um influtning á erlendu kúakyni verður tekið.
Umræðan um innflutning erlendra kúakynja er komin aftur á fullt, eftir að skýrslan "Samanburður á rekstrarhagkvæmni mjólkurframleiðslu á Íslandi með íslenskum og erlendum mjólkurkúakynjum" birtist í byrjun desember. Þeir kúabændur sem vilja skipta um kyn eða blanda, nefna sem helstu ástæður:
- nyt (40%)
- spena-/júgurgerð (34%)
- kálfadauða (7%)
- samkeppnishæfni í sambandi við innflutning á landbúnaðarvörum (13%)
(eingöngu svör >3%, hægt var að velja fleiri en eitt svar - 181 atkvæði)
- nyt (40%)
- spena-/júgurgerð (34%)
- kálfadauða (7%)
- samkeppnishæfni í sambandi við innflutning á landbúnaðarvörum (13%)
(eingöngu svör >3%, hægt var að velja fleiri en eitt svar - 181 atkvæði)
Leysir innflutningur erlendra kúakynja, t.d. Jersey (mynd) eða NRF, þessi vandamál? Eða eru vandamálin heimatilbúin? Hvað segja erlendir sérfræðingar? Og hvað með sérstöðu íslenska kúakynsins á heimsvísu - og alþjóðlegar verndarskuldbindingar? Til hvers er að berjast?
Stuttur óformlegur fundur fyrir alla sem vilja velta vöngum og afla sér upplýsinga í kringum þetta grundvallaratriði, sem er ekki bara einkamál kúabænda - heldur meira en 1.100 ára löng saga sem snertir íslensku þjóðina sem heild.
Ólafur Dýrmundsson,
Egill Gautason, erfðafræðingur
Holger Thoms, stórgripadýralæknir í Þýskalandi,
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk,
Jón Elvar Hjörleifsson, Hrafnagili,
Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson, Stakkhamri 2 og
Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð
Egill Gautason, erfðafræðingur
Holger Thoms, stórgripadýralæknir í Þýskalandi,
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk,
Jón Elvar Hjörleifsson, Hrafnagili,
Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson, Stakkhamri 2 og
Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð
munu flytja stutt erindi - spurningar og umræða í lokin.
Slóðin á fundinn er www.tinyurl.com/kuakyn
Aðgangsupplýsingar:
tinyurl [punktur] com [skástrik] kuakyn
tinyurl [punktur] com [skástrik] kuakyn
Meeting-ID: 815 9818 9051
Code: 824251
Code: 824251
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.