Erla og Sveinn sjá um tjaldstæðið í sumar
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
11.03.2010
kl. 13.50
Byggðaráð Húnaþings vestra hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Erlu Kristinsdóttur og Svein Bragason um leigu á rekstri tjaldsvæðis við Kirkjuhvamm á Hvammstanga í sumar.
Áður hafði verið rætt við fleiri aðila sem óskuðu eftir að taka reksturinn á leigu. Jafnframt var byggðaráði kynnt skýrsla Sigurðar Hólm um rekstur tjaldsvæðisins sumarið 2009.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.