Enn til miðar á tónleikana sem eru kl. 17:00 á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.12.2024
kl. 14.00
Það eru ennþá til nokkrir miðar á tónleikana sem er kl. 17:00 á Jólin Heima sem eru nú haldnir í fimmta sinn. Ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk í Skagafirði blæs til jólatónleika, viðtökurnar hafa verið frábærar og þau hafa fyllt Miðgarð síðastliðin ár.
Húsið opnar kl. 16:00 fyrir tónleikana sem byrja kl. 17:00 og svo opnar húsið kl. 20:00 fyrir tónleikana sem byrja á slaginu 21:00.
Fram kemur svipaður hópur af hljóðfæraleikurum og söngfólki og undanfarin ár. Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og auk þess styrkja FISK, Tengill og KS verkefnið. Almennt verð á miðum eru litlar kr. 7.990.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.