Enn lúta Stólar í gras á lokamínútunum

Tindastólsmenn sökkva enn dýpra í botnbaráttunni í 2. deildinni eftir að hafa tapað fyrir Víði í Garði í dag. Gísli markvörður Sveinsson kom Stólunum yfir snemma í síðari hálfleik en heimamenn jöfnuðu skömmu síðar og skoruðu síðan sigurmark leiksins á 89. mínútu. Nú eru þrjár umferðir eftir og nánast nauðsynlegt fyrir Stólana að sigra þá alla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir