Enn fjölgar í Hanavinafélaginu

Ásgeir Gústavsson heldur á Séra Sandholt

Fjölmennur aðalfundur Hanavinafélagsins Steins, haldinn að Steini, 25. ágúst 2009. 

Klukkan 16:30

 

 

 

Fundarstjóri, Gunnar Sandholt formaður, bauð fundarmenn velkomna og kynnti dagskrá.

Dagskrá:

1.         Skýrsla stjórnar

2.         Reikningar

3.         Kosning stjórnar

4.         Nýir félagar

5.         Önnur mál.

 

1.         Skýrsla stjórnar.

Störf liðins árs voru kynnt á afar sjónrænan hátt, þar sem fundarmenn fóru og kynntu sér hænsnastofna, dverg- og kornhænur, og litu að aðbúnað allan hjá Séra Sandholt og hænunum hans.  Að gönguferð lokinni var kaffi og meðlæti gert úr hamingjueggjum lögðum til af áðurnefndum hænum.

 

2.         Reikningar.

Engir reikningar lagðir fram, bornir upp til samþykktar og samþykktir.

 

Lilja, Hanavinafélagið  ofl. 0263.         Kosning stjórnar. 

a.         Formaður:  Formaður má aldrei sitja nema eitt ár í senn.  Tilnefnd var sem eftirmaður Gunnars, Sigrún Alda Sighvats.  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

b.         Meðstjórnendur:  Sindri Már Gústavsson endurkjörinn, þar sem hann er æviráðinn.  Fjölgað um einn meðstjórnanda, þar sem Hrefna Guðrún Gústavsdóttir er tilnefnd. sjálfkjörin, einnig æviráðin.

c.         Ritari:  Steinunn Rósa Guðmundsdóttir situr áfram, þar sem hún er siðgæðisvörður og umsjónarmaður meirihluta stjórnar.

d.         Framkvæmdastjóri:  Ásgeir Þröstur Gústavsson sjálfkjörinn.

 

sandholt4.         Nýir félagar.

7 sóttu um aðild að félaginu á aðalfundi:

            Hrefna Guðrún Gústavsdóttir

            Jökull Smári Jónsson

            Maríanna Margeirsdóttir

            Ragnheiður Petra Hjartardóttir

            Selma Barðdal

            Sigríður Ingólfsdóttir

            Þorsteinn Muni Jakobsson

Allir samþykktir sem félagar, og öðlast aðild gildi um leið og stofngjald, 300 krónur hefur borist ritara.

 

Lilja, Hanavinafélagið  ofl. 0455.         Önnur mál.

Lilja, Hanavinafélagið  ofl. 085a.         Framkvæmdastjóri kynnti hugmynd að logo fyrir félagið.  Samþykkt samhljóða.  Fundarstjóri lagði til að logo-ið verði sett á rafrænt form og muni prýða bréfsefni félagsins.  Einnig að Helga Bergs félagi komi myndinni í tau-form, á hvern þann hátt sem henni þykir henta.

b.         Tillaga um að félagið gerist aðili að ERL- Eigenda- og ræktendafélagi landnámshænsna.  Árgjald ERL greiðist með útrásargjaldi, krónur 100 pr. félaga, sem greiðist árlega.  Samþykkt.

c.         Stígamál.  Nýr formaður leggur til að aðgengi til og frá hænsnakofa verði bætt þar sem brekkan frá íbúðarhúsi/fundarstað er frekar brött og ógreiðfær.  Sigrún Alda leggur til að gerður verði stígur niður brekkuna, sem verði unninn í áföngum.  Gunnar Sandholt býður fram aðstoð Stíga-móta, þar sem hann er hverju horni kunnugur.  Samþykkt.

 

 

Lilja, Hanavinafélagið  ofl. 092d.         Árásir meindýra.  Félagsmenn eru ekki ánægðir með að hundar hafa verið að gera óskunda í hænsnaræktinni.  Lagt til að hundaeiganda verði skrifað bréf þar sem óskað verði eftir úrbótum á hundahaldi.  Gunnar sandholt mun rita bréfið.  Samþykkt.

e.         Helga Bergsdóttir las gamansögu

f.         Fundarstjóri lagði til að hann sjálfur yrði gerður að heiðursforseta félagsins, sem hefði engin völd, en tillögurétt.  Samþykkt með meirihluta atkvæða.  Skoðunarmaður reikninga á móti.

Ekki fleira gert, fundarstjóri sleit fundi klukkan 17:30

Fundargerð ritaði:

Steinunn Rósa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir