Enn er nemakortum synjað
Byggðaráð Skagafjaraðr synjaði enn á ný erindi þess efnis að greiða niður nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni barst erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands þar sem sveitarfélög á Íslandi eru hvött til þess að bjóða námsmönnum frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Áréttaði Byggðaráð bókun frá fundi sínum þann 25. september 2008; "Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórn Strætó bs. að veita framhalds- og háskólanemum, sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og eiga lögheimili utan starfssvæðis Strætó bs,. sömu kjör og nemendum sem eiga lögheimili innan starfssvæðisins. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa umtalsverðar tekjur af framhalds- og háskólanemum af landsbyggðinni sem oft eiga engan annan kost en að sækja til höfuðborgarsvæðisins í nám. Þess vegna er það sanngirnismál að þeim sé ekki mismunað í gjaldtöku hjá Strætó bs.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.