Enn byggist fráveitukerfið upp

Frá Blönduósi Mynd: Jón Guðmann

 Blönduósbær hefur tekið í notkun nýja dælustöð fyrir fráveituna í Brautarhvammi en stækkun á sumarhúsahverfinu gerði það að verkum að nýverandi rotþrær voru ekki nógu stórar.
Aðgerðin var talsvert umfangsmikil en leggja þurfti nýjar stofnlagnir fyrir sumarhúsin og svo aftur að leggja
lögn frá grunnskólanum að þjóðvegi 1. Voru svo fengnir verktakar í að reka lögn í gegnum þjóðvegin þannig að ekki þyrfti að grafa hann í sundur. Síðan liggur þrýstilögn frá dælubrunni og í gegnum þjóðvegin til  að dæla inn á fráveitukerfið.
Með þessari aðgerð fer öll fráveitan austan Blöndu í gegnum hreinsistöð fráveitunnar þar sem fram fer svo kölluð einsþreps hreinsun. Hreinsistöðin var tekin í notkun árið 2003 og hefur Blönduósbær með markvissum aðgerðum byggt upp fráveitukerfið á liðnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir