Enginn Presley í Miðgarði

 Tónleikarnir "ELVIS PRESLEY Í 75 ÁR" sem áttu að vera í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 11. mars nk. falla niður vegna dræmrar þátttöku.

Þeim gestum sem áttu miða í Miðgarði gefst kostur á að sjá tónleikana í Sjallanum á Akureyri föstudagskvöldið 12. mars kl. 20:00.

Þeir sem hafa ekki tök á því að mæta þangað fá að fullu endurgreitt en midi.is setur sig í samband við fólk sem hafði tryggt sér miða.

"Ég vonast til þess að sem flestir sem áttu miða í Miðgarð komi til Akureyrar. Það er leitt að
geta ekki haldið tónleikana í Miðgarði en umfang þeirra er það mikið að það þurfti lágmark 200 gesti til
að láta dæmið ganga upp. Ég er mjög þakklátur þeim sem voru búnir að kaupa sér miða en um leið hryggir það mig að þurfa að hætta við tónleikana. Það er samt mikilvægt að horfa á björtu hliðarnar en nú hafa
Skagfirðingar og nærsveitarmenn góða og gilda ástæðu til að fara í Sjallann á Akureyri!" segir Friðrik Ómar.

Föstudagskvöldið 12. mars verða tónleikarnir "ELVIS Í 75 ÁR" haldnir kl. 20:00
Miðasala er á midi.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir