Engin viðbrögð frá heilbrigðisráðherra
Engin viðbrögð hafa borist frá heilbrigðisráðherra sem boðaður hefur verið á mótmælafundi á Blönduósi og Sauðárkróki á morgun.
Efnt verður til mótmælafunda á morgun föstudag á Blönduósi kl. 14 og Sauðárkróki kl. 15.30 vegna niðurskurðar á fjárframlögum til heilbrigðisstofnana á báðum stöðum. Til fundanna hefur heilbrigðisráðherra verið boðaður sem og þingmenn norðvesturkjördæmis. Ekki er ljóst hvort heilbrigðisráðherra verði á svæðinu því enn hafa ekki borist nein viðbrögð við þeirri beiðni hollvinasamtaka stofnananna um að ráðherra verði viðstaddur mótmælin. Þá sakna þau þess að enn vanti þónokkuð upp á að þingmenn þessa kjördæmis hafi gefið sér tíma til að svara pósti um það hvort þeir geti sýnt málefni kjördæmisins áhuga og stuðning.
Í yfirlýsingu frá undirskriftahópnum á Blönduósi kemur fram að hópurinn vonist til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og sýna málefni þessu stuðning í verki því það sé er ljóst að ef við sem í þessum kjördæmum búum, látum ekki í okkur heyra, þá gerir það enginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.