Engin svínaflenska verið greind á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.09.2009
kl. 08.31
Engin svínaflensutilfelli hafa komið upp á heilbrigðisstofnununum þremur á Norðurlandi vestra. Svínaflensa hefur því enn sem komið er ekki verið greind á Norðurlandi vestra en fram kom í fréttum fyrr í vikunni að flensan væri komin um allt land nema til Vestmannaeyja.
Þegar haft var samband við heilbrigðisstofnanirnar á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga voru alls staðar sömu svör. Engin svínafensa hér. Sem eru jú góðar frétir.
Norðvestlendingar geta því ólíkt frökkum haldið óhræddir áfram að heilsast í réttum að frönskum sið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.