Engin svínaflensa hjá Tindastólsstúlkum á Gothia Cup
Pressan.is greinir frá því að svínaflensa hafi greinst í einum keppanda á Gothia Cup mótinu í Svíþjóð þar sem 3.flokkur Tindastóls kvenna er meðal þátttakenda. Fararstjórar Tindastóls höfðu ekki heyrt tíðindin þegar Feykir hafði samband út fyrir stundu.
Liðin voru jöfn að stigum og leikurinn réði úrslitum um hver myndi vinna riðilinn og endaði hann 0-0 en Eds er með eitt mark í plús og trónir því á toppnum og komin í 16 liða úrslit. Tindastólsstelpurnar eiga hins vegar að leika í kvöld og þurfa að vinna leikinn til að komast áfram í 16 liða úrslitin. -Stelpurnar eru ákveðnar í að vinna leikinn kvöld, segir Þórunn og að sjálfsögðu trúum við því að þær geri það.
Keppandinn sem greindist með svínainflúensuna er talinn hafa smitast áður en hann kom á mótsstað og hefur verið settur í einangrun. Skipuleggjendur Gothia Cup hafa ákveðið að láta mótið halda áfram þrátt fyrir þetta tilfelli þar sem heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ekki ráðlagt móthöldurum að slíta mótinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.