Engin sumarslátrun hjá SAH afurðum ehf
Á heimasíðu SAH Afurða ehf. kemur fram að fyrirtækið hafi í um árabil verið leiðandi í sumarslátrun en fyrir fáum árum var slátrað ríflega 10.000 fjár í ágúst en í fyrra var slátrað ríflega 350 fjár á sama tíma Þrátt fyrir að umtalsverðar yfirborganir hafi verið í boði.
Í ljósi þessarar þróunar hefur verið ákveðið að sauðfjárslátrun hefjist hjá SAH Afurðum þann 1. september nk. Yfirborganir og álagsgreiðslur markaðsráðs eru sem hér segir:
Sláturvika
Yfirborgun SAH Afurða
Yifrborgun Markaðsráðs
36 (31.ágúst til 4. sept.) 40 kr/kg
300 kr. á dilk
37 (7. sept. til 11. sept.)
35 kr/kg
Í orðsendingu frá Sigurði Jóhannessyni, framkvæmdastjóri, á heimasíðu fyrirtækisins segir hann miður að ekki séu forsendur til hærri yfirborgana vegna almennt erfiðra efnahagsaðstæðna í þjóðfélaginu og ekki síður vegna markaðsaðstæðna. Hann segir jafnframt að kappkostað verði að kjör þau sem SAH Afurðir ehf. bjóða verði nú sem hingað til sambærileg þeim kjörum sem aðrir stærri sláturleyfishafar bjóða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.