Endurvinnslutunnum dreift í hús á Skagaströnd

Á myndinni eru Hörður Aðils Vilhelmsson og Guðni Már Lýðsson með fangið fullt af tunnum. Heimild: Skagastrond.is

Tímamót urðu á Skagaströnd í gær en þá var byrjað að dreifa í hús nýjum ruslatunnum og verða framvegis tvær tunnur á íbúð, önnur er fyrir óflokkaðan úrgang og hin fyrir það sem á að fara til endurvinnslu.
Sú breyting verður á sorphirðu að tunnan með græna lokinu verður losuð mánaðarlega en hin, sú með svarta lokinu, verður losuð á tveggja vikna fresti. Mikilvægt er að setja allan pappír og pappa beint í endurvinnslutunnuna. Málmar fernur og plast skal þó setja í glæra poka svo auðveldara verði að flokka þessa hluti. Gömlu tunnurnar eru eign húseigenda.

Að öðru leyti er vísað í bækling um endurvinnslu sem dreift var í öll hús á Skagaströnd um síðustu mánaðarmót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir