Endursýningar um miðjar nætur!?
Íslenska handboltalandsliðið hefur enn á ný rifið upp þjóðarrembinginn í Íslendingum með ágætri frammistöðu á EM á Íslandi. Þannig háttar þó til að allir leikir liðsins í milliriðli hefjast kl. 15 og eru því sýndir á vinnutíma. Það eru kannski einhverjir nógu útspekuleraðir til að fylgjast með leikjum liðsins í vinnutíma sínum á netinu eða hlusta á útvarpssendingar - en ekki allir. Það er því frekar lélegt að Sjónvarpið bjóði upp á endursýningar á leikjum íslenska landsliðsins um miðjar nætur í stað þess að endursýna leikina til dæmis áður en Kastljós er endursýnt því flestir þeir sem vinna venjulegan vinnutíma eiga alla möguleika á því að horfa á Kastljós á réttum tíma. Það held ég nú!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.