Endir bundinn á þjáningar sels

 Árvökulir sjófarendur ráku augun í þetta særða selsgrey um helgina. Hafði selurinn flækt sig í neti og herti það svo að hálsi dýrsins að opið sár hlaust af. Reyndi selurinn ekki einu sinni að forða sér frá bátnum þegar hann kom að og var endir bundinn á þjáningar hans. Eins og myndirnar bera með sér var selurinn helsærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir