Elvar og Fjóla hrepptu Dúddabeinið á Mjúkísmótinu
Mjúkísmótið fór fram laugardaginn 13. febrúar s.l. en það er keppni sem fram fer á Holtstjörninni í Seyluhreppi hinum forna og hafa þeir einir keppnisrétt sem eiga land að tjörninni. Fjöldi manns fylgdist með spennandi keppni í rjómablíðu.
Keppnin er bæði einstaklings- og liðakeppni og fjölgaði um eitt lið frá því í fyrra þar sem Sigurjón í Holtskoti mætti með keppnislið í fyrsta sinn í ár.
- Úrslit dagsins urðu þessi.
- Í liðakeppninni:
- 1.sæti: Syðra-Skörðugil (Elvar& Fjóla)
- 2.sæti: Ytra-Skörðugil Ingimar Ingimarsson
- 3.sæti: Halldórsstaðir
- 4.sæti: Syðra-Skörðugil (Einar & Sólborg)
- 5.sæti: Syðra-Skörðugil (Eyþór & Dísa)
- 6.sæti: Holtskot
- Í einstaklingskeppninni:
- 1.sæti: Magnús Bragi Magnússon á Vafa frá Ysta-Mói
- 2.sæti: Katharina á Kóng frá Lækjamóti
- 3.sæti: Elvar Einarsson á Laufa frá Syðra-Skörðugili
Einnig var keppt í gerð vísubotna en þar tókust liðin á í orðasnilld en lið Ingimars Ingimarssonar vann þessa keppni með glæsibrag og var það Páll Dagbjartsson sem átti báða botnana sem beðið var um.
Veitingar voru í boði húsmæðra á bæjunum bæði fyrir og eftir keppni í Sundahöllinni þar sem verðlaunaafhendingin fór fram. Þulur mótsins var Gunnar Rögnvaldsson og dómarar voru þeir Halldór Steingrímsson og Bjarni Maronsson.
Nánar verður sagt frá mótinu í næsta Feyki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.