Elvar Ingi og Matthildur með gull
3.mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram miðvikudaginn 5.ágúst á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði. Golfklúbbur Sauðárkróks átti nokkra keppendur á mótinu og stóðu krakkarnir sig með miklum sóma.
Keppendur frá GSS mættu í roki og rigningu til Ólafsfjarðar kl 8 um morguninn. Okkar fólk stóð sig með sóma að venju og lét kuldalegt veður í morgunsárið ekki hafa of mikil áhrif á sig, enda batnaði veðrið um hádegið og var komin blíða um kvöldið.
GSS keppendur náðu ágætis árangi og var hann helstur sem að hér segir.
Arnar Geir Hjartarson varð í þriðja sæti í aldursflokki 14-16 ára og Sigríður Eygló Unnarsdóttir varð sömuleiðis í þriðja sæti í sama aldursflokki stúlkna. Munaði aðeins einu höggi á 1-3 sæti í flokki stúlknanna.
Í flokki 11 ára og yngri drengja sigraði Elvar Ingi Hjartarsson með yfirburðum og sömuleiðis sigraði Matthildur Guðnadóttir með yfirburðum í sama flokki stúlkna.
Í byrjandaflokki drengja varð Hlynur Freyr Einarsson í öðru sæti og Pálmi Þórsson í þriðja sæti.
Að auki fékk Aldís Ósk Unnarsdóttir verðlaun fyrir vippkeppni í flokki stúlkna 12-14 ára og Matthildur Guðnadóttir fékk líka verðlaun fyrir vipp í flokki 11 ára og yngri.
Alls mættu 13 keppendur frá GSS á mótið sem fór vel fram og var Golfklúbbi Ólafsfjarðar til sóma. Heildarfjöldi þátttakenda í mótinu var um 90.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.