Elsti og yngsti!
Á vef Hóla er sagt frá því að á dögunum hafi elsti nemandi Háskólans á Hólum orðið sjötugur. Þóttu þetta merk tíðindi vegna þess hve kappinn er unglegur og ólíklegur til að vera kominn á þennan aldur og eins vegna þess að við efumst um að í Hólaskóla hafi nokkru sinni verið svo gamall nemandi í nemendahópnum. Kappinn sem um ræðir er Kári Jónasson, best þekktur sem útvarpsmaður en hann starfaði hjá RÚV í 31 ár og þar af í 18 ár sem fréttastjóri.
Við könnun á nemendabókhaldi fann vefstjóri Hóla.is út að Edda Sigurðardóttir væri yngsti núverandi nemandinn við skólann. Hún er nítján ára síðan í september og þótti við hæfi að smella af þeim mynd þegar Kári kom til Hóla núna í byrjun mars í staðarlotu.
Kári stundar nám í ferðamálafræði og er fjarnemi. Edda er nemandi á 1. ári í hestafræðideildinni. Að sjálfsögðu fékk eftirlætishesturinn Sigursæll að vera með á myndinni!
Sjá nánar á vef Hólaskóla >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.