Ellefu Skagfirðingar og einn Flæng

Tindastóll fær lið Breiðabliks í heimsókn í Síkið í kvöld. Það verður sannarlega skagfirskur bragur á liði Stólanna því þeir kappar; Óli Barðdal, Axel Kárason og Friðrik Hreinsson, eru allir í hópnum en Alan Fall hefur hvatt Krókinn og Flake er að ná sér af meiðslum. Það er aðeins Sören Flæng sem er utanhéraðsmaður í liði Stólanna í kvöld.

Óli og Rikki eru búnir að leika nokkra leiki í vetur fyrir Tindastól, en engan á heimavelli. Axel mætti til landsins í vikunni og er búinn að ná tveimur æfingum. 

Vonandi verður um hörkuleik að ræða í kvöld en Stólarnir eru með 12 stig að loknum 10 umferðum en Breiðablik 8. Sigur í kvöld tryggði Stólunum því 14 stig að lokinni fyrri umferð sem væri frábær staða og það er orðið nokkuð langt síðan Stólarnir hafa verið í þetta góðri stöðu um áramót.

Heimild: Skagafjörður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir