Eldur í Húnaþingi er eins og sæt og góð hjónabandssæla

Eydís Bára. AÐSEND MYND
Eydís Bára. AÐSEND MYND

„Ég mun að öllum líkindum reyna að sækja sem flesta viðburði, ýmist með barnabörnum og eða með fjölskyldu og vinum, enda úr mörgum frábærum viðburðum að velja,“ segir Eydís Bára Jóhannsdóttir þegar Feykir platar hana til að svara hvað hún ætli að gera á Eldi í Húnaþingi.

Hún tekur fram að hún búi á Hvammstanga en þegar hún svarar spurningum Feykis er hún í sumarfríi og stödd í firðinum fagra, Seyðisfirði, þar sem hún fæddist. „En verð að sjálfsögðu komin heim á Hvammstanga fyrir Eld í Húnaþingi.“

Ef Eldur í Húnaþingi hátíðin væri kaka, hvernig kaka væri hún? „Ætli hún væri ekki bara sæt og góð hjónabandssæla.“

Hvað hefur þér þótt eftirminnilegast á Eldi í Húnaþingi í gegnum árin? „Úff, erfið spurning það er alltaf svo margt frábært í boði en Melló stendur að mínu mati alltaf upp úr.

Hvernig lýsirðu hátíðinni í fimm orðum? „Gleði, samvera, hlátur, fjölbreytni, fjölskylduvæn.“ /óab

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir