Eldur í Húnaþingi 2009
Það styttist í unglistahátíðina Eld í Húnaþingi en hún verður sett þann 22. júlí n.k. sem er miðvikudagurinn í næstu viku. Á opnunarhátíðinni verður framandi dansatriði, harmonikubattl, skrúðganga með All Star lúðrasveitina í fararbroddi og svo súpa og stomp á bryggjunni á Hvammstanga.
Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúninginn og situr nefndin sveitt við. Það er nefnt á síðu hátíðarinnar að nú sé rétti tíminn til að koma sér í lið í sápuboltanum og fyrir fyrirtækjakeppnina. Það þarf ekki að skrá sig formlega í sápuboltann en Helga Hin tekur við skráningum í fyrirtækjakeppnina í síma 894-4931. Verðlaun verða veitt fyrir bæði flottustu búningana og sigurlið í báðum keppnum.
Alla dagskrá hátíðarinnar má lesa HÉR
Myndir frá síðustu hátíð má skoða HÉR
/Norðanátt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.