Eldri borgara kaffi og foreldra djamm
Já hann er runninn upp föstudagur í Sæluviku og að venju er nóg um að vera. Eldri borgurum er boðið í kaffi í Árskóla og í kvöld verður Söngvasæla í Miðgarði.
Annars er dagskrá dagsins svohljóðandi;
06:50-21:00 Ljósmyndasýning Ljósku :: SUNDLAUG SAUÐÁRKRÓKS Sýning í anddyri sundlaugarinnar á Sauðárkróki.
9:00-11:00 Listahátíð barnanna í Sæluviku :: GLAÐHEIMAR
M yndlistasýning barnanna á Leikskólanum Glaðheimum.
Börnin bjóða foreldrum og öðrum upp á kaffi kl. 9:30.
9:15-16:00 Sölusýning á verkum notenda Iðju-Hæfingar
LANDSBANKANUM Á SAUÐÁRKRÓKI Sýning í boði Landsbankans.
10:00-12:00 Listahátíð barnanna í Sæluviku :: HÓLAR
O pið hús verður í leikskólanum Brúsabæ og Grunnskólanum á Hólum sem verða með sameiginlegt þema. Heitt á könnunni.
10:00-22:00 Norðurljós í Skagafirði - Ljósmyndasýning :: Hús Frítímans Ljósmyndir eftir Jón Hilmarsson.
10:30-12:00 Sumarsælukaffi fyrir eldriborgara :: Árskóli við Freyjug ötu Hefjum samverustundina í íþróttasalnum.
14:00-16:00 Listahátíð barnanna í Sæluviku :: GLAÐHEIMAR
M yndlistasýning barnanna á Leikskólanum Glaðheimum.
16:00-18:00 Útistemning við Sauðárkróksbakarí :: SAUÐÁRKRÓKUR Hugguleg útistemning og óvæntar uppákomur við Sauðárkróksbakarí.
16:00-19:00 Litbrigði samfélagsins – Myndlistasýning :: SAFNAHÚSIÐ Myndlistasýning heimamanna.
20:00 Léttsveit Reykjavíkur- opin æfing :: Hóladómkirkja
A llir velkomnir, aðgangur ókeypis.
21:00 Söngvasæla 2010 :: MENNINGARHÚSIÐ MIÐGARÐUR
Tónlistardagskrá og dansleikur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.