Ekki gert ráð fyrir nýrri legu hringvegar í Skagafirði
Á vef Leiðar ehf. kemur fram að félagið hafi fengið svar frá Skipulagsstofnun varðandi athugasemda þess um að sveitarfélagið Skagafjörður hafi ekki tekið tillit til tillögu Leiðar vegna lagningar nýrrar veglínu Hringvegar 1 um Skagafjörð, sem upphaflega var kynnt sveitarfélaginu haustið 2008.
Í bréfinu kemur fram að Skipulagsstofnun hafi afgreitt aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 til staðfestingar umhverfisráðherra og mæli með því að það verði staðfest samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga, með frestun skipulags á þeim fimm svæðum sem sveitarstjórn leggur til og á því svæði sem Vegagerðin leggur til að þjóðvegur 1 (Hringvegur) fari um, sem er á svipuðum slóðum og tillaga Leiðar ehf. hljóðar um.
Kemur fram í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra, dags. 15. janúar 2009, sem fylgdi að ..."Vegna óskar Vegagerðarinnar um nýja legu Hringvegar 1 á 15 km kafla um Skagafjörð og hlutverks þeirrar stofnunar samkvæmt 2. mgr. 28. gr. vegalaga nr. 80/2007, þar sem segir m.a.: "Ákveða skal legu þjóðvega í skipulagi að fenginni tillögu Vegagerðarinnar að höfðu samráði Vegagerðarinnar og skipulagsyfirvalda", leggur Skipulagsstofnun til við umhverfisráðherra að skipulagi verði frestað á því landsvæði sem tillaga Vegagerðarinnar um nýja legu Hringvegarins nær yfir, sbr. erindi Vegagerðarinnar dags. 21. október 2009 og erindi Vegagerðarinnar til Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 1. desember 2009. ..."
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.