Ekkert fær stöðvað bókmenntakvöld í Safnahúsi
feykir.is
Skagafjörður
02.12.2009
kl. 16.48
Einhverjir gætu hafa óttast að fresta þyrfti bókmenntakvöldi Héraðsbókasafns Skagfirðinga vegna ófærðar en Þórdís Friðbjörnsdóttir forstöðumaður safnsins hafði samband við Feyki og að sjálfsögðu munu séra Hjálmar, Jón Kalmann, Þorgrímur Þráins og Vilborg Davíðs berjast gegnum galsafenginn skafrenning til móts við bókþyrsta Skagfirðinga. Ekki má gleyma skáldi okkar Króksara, Gísla Þór Ólafssyni, sem mætir af öryggi til leiks og les úr nýútgefnu Skóhorni sínu.
Því miður átti Kristín Marja Baldursdóttir ekki heimangegnt að þessu sinni. Bókmenntakvöldið hefst kl. 20 í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
oli@feykir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.