Ekkert bólar á mótmælum sveitastjórnar eða byggðaráðs
feykir.is
Skagafjörður
05.02.2010
kl. 08.27
Byggðaráð Skagafjarðar hélt í gær sinn þriðja fund frá áramótum án þess að taka fyrir málefni heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki líkt og forseti sveitastjórnar boðaði í viðtali við svæðisútvarpið þann 7. janúar sl.
Stofnuð hafa verið hollvinasamtök heilbrigðisstofnunarinnar sem hyggjast beita sér gegn þeim mikla niðurskurði sem stofnunin verður fyrir og verður að líkindum til þess að einu fæðingardeildinni á Norðurlandi vestra verði lokað þann 1. apríl næstkomandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.