Ekkert annað en það sem spilað er í útvarpinu

http://www.youtube.com/watch?v=DIwg10Nba8Q Forvarnateymi Skagafjarðar hefur sent öllum foreldrum unglinga í  8.-10.bekkjum í Skagafirði bréf þar sem varað er við unglingadansleik sem fram fer á Mælifelli milli átta og tíu í kvöld.

Í bréfi frá teyminu er það sérstaklega tekið fram að annar skemmtikrafturinn sé fyrrverandi herra Íslands en hinn skemmtikrafturinn er Haffi Haff, ein vinsælasta unglingastjarna á Íslandi í dag. -Í bréfinu kemur fram að um umdeilda samkomu sé að ræða á vegum Agent.is sem er ekki rétt. Ég er persónulega að standa fyrir þessari skemmtun og kemur umrædd stofa þar hvergi við sögu. Mér þykir það leitt að þegar reynt er að koma til móts við þennan aldursflokk með skemmtun sem fer ekki einu sinni inn á óleyfilegan útivistatíma séu þetta viðbrögðin, segir Siggi Doddi, vert á Mælifelli. -Skemmtunin í kvöld er ekki í tengslum við Agent og ekki undir heitinu  Follow the white rabbit tour. Einhverjir foreldrar sem hafa fengið bréf hafa haft samband við mig og undrast þetta bréf mjög enda verð ég að játa að ég skil ekki alveg hvaða hvatir liggja þarna að baki og vitna í auglýsinguna í Sjónhorni en þar kemur hvorki fram nafn þessarar umboðsskrifstofu né að tónleikarnir séu haldir undir erlendu heiti. Eins er í bréfi forvarnahópsins talað um að textar í lögunum séu ekki við hæfi þetta ungra barna en engu að síður er þessi tónlist spiluð á útvarpstöðvum sem bjóða upp á tónlist fyrir yngri hlustendur og þar geta börn niður í ungan aldur hlustað á þessa tónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir