Einleikur með Skottu!

 Alþýðudraugurinn Skotta mun láta sjá sig á Hólum í Hjaltadal á Sumarsælu. Sýningarnar verða dagana 28. júní, 30. júní og 2. júlí kl.21.00. Einleikurinn byggist á Skottu sem er alþýðudraugur, hún heldur því fram að hún hafi verið vakin með látum út af einhverjum helvítis ferðamönnum!

 

Skotta bölvar þeim í sand og ösku en vill þó eyða smá tíma með gestunum og gengur með þeim um svæðið og segir sögur sem eiga að hafa gerst á svæðinu. Þessar sögur eru ekki þær allra fallegustu eða heilögustu. Á meðan Skotta leiðir gestina um svæðið og segir þeim sögur þá á hún til að stríða gestunum, blikka stráka, bölva og koma með andstyggilegar athugasemdir um gestina. Við viljum því vara við því að börn séu send ein á sýninguna. Einleikurinn með Skottu er útileiksýning og hefst fyrir utan Hólaskóla. Einleikurinn sjálfur hefur borist um víðan völl á bæjarhólnum, Fyrir utan Nýabæ, í kringum kirkjugarðinn og í Biskupsgarði, sem er garður fyrir utan Hólaskóla.

Við viljum minna á að þetta er útileiksýning og því er um að gera að klæða sig eftir veðri. Miðaverð eru kr. 1.000- sama verð fyrir börn og fullorðna. Sýningartími er 30-40 mínútur og best er að tryggja sér miða í síma 898 9820.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir