Einlæg ljósmyndasýning á Húnavöku
Ég er þeirrar skoðunar að list, þegar hún er persónuleg, sé meira grípandi og sýni tegund hugrekkis sem fáir kanna. Að segja nána sögu í gegnum listir krefst hugrekkis því ást okkar, minningar, vonir og draumar ættu ekki að vera til umræðu eða skoðunar. Að sýna ást okkar út á við er ákveðin traustsyfirlýsing.
Listakonan Sigríður B. Hermannsdóttir setti nýlega upp ljósmyndasýningu á Blönduósi á Húnavökuhátíðinni. Lítil sýning í úr sér genginni hlöðu, var óður til afa hennar og ömmu sem bjuggu lengi á svæðinu. Það er ljóst að sýningin er ástarbréf til fjölskyldu hennar. Ljósmyndir og smámunir héngu á veggjum og lágu í glerlausum gluggaopum, minningar og fortíðarþrá til sýnis. Gamla húsið sjálft spilaði stórt hlutverk í sögunni eins og það minnti okkur á liðna tíð.
Þetta er frábær áminning um að list þarf ekki að vera tilgerðarleg eða framleidd til að vera merkingarbær fyrir fjöldann. Við elskum öll góða sögu og fjölskylduást er eitthvað sem við getum öll tengt við á einn eða annan hátt. Ég met það mikils að þessi listakona skuli treysta okkur og hlakka til að sjá fleiri myndir frá henni í framtíðinni!
Sigríður B. Hermannsdóttir er nemi í myndlist við Ljósmyndaskólann í Reykjavík. Hún leggur að jafnaði áherslu á að fanga mannlífið svart á hvítu. Hægt er að finna hana á Instagram ef þú hefur áhuga á að sjá meira!
Morgan Bresko skrifar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.