Einhver mistök er það ekki?
feykir.is
Geyspi vikunnar
23.11.2009
kl. 08.58
Einhver mistök virðast hafa orðið hjá þeim sem segja fréttir úr enska boltanum en nú um helgina var greint frá því að Tottenham Hotspur hafi sigrað Wigan Athletics með 9 mörkum gegn 1. Þetta getur ómögulega staðist. Ég meina, við erum að tala um að Tottenham hafi skorað 9 mörk í sama leiknum. Klárlega mistök hjá þeim á fréttastofunni... nema þetta hafi verið mistök í vörn Wigan?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.