Einbeitingarleysi kostaði Hvöt 3 stig gegn Gróttu

Mynd: Húni.is

Hvatarmenn lutu í lægra haldi fyrir Gróttu á laugardaginn í 17. umferð 2. deildar í knattspyrnu. Leikið var blíðskaparveðri á Blönduósvelli og voru aðstæður til knattspyrnuiðkunnar hinar ágætustu.

 

 

 

Gróttumenn skoruðu fyrsta markið á 8. mínútu og var þar að verki Garðar Guðnason. Það tók Hvatarmenn ekki nema 7 mínútur að jafna leikinn en þá skoraði Jens Elvar Sævarsson með skalla og voru átökin svo mikil að Jens varð að yfirgefa leikvöllinn fljótlega eftir en hann tognaði illa í læri. Staðan var 1-1 í hálfleik.

 

Í þeim síðari létu mörkin standa á sér en á þeirri 76 skoraði Muamer Sadikovic og kom heimamönnum í 2-1 og allt útlit fyrir að Hvatarmenn myndu sigra efsta lið deildarinnar. En einbeitingarleysi í lok leiksins færði Gróttu tvö mörk. Fyrst á 83. mínútu er gamla brýnið Sigurvin Ólafsson skoraði og síðan skoraði Tómas Emil Guðmundsson er komið var fram yfir venjulegan leiktíma og sigur Gróttu staðreynd. Lokatölur 2-3 og Hvatarmenn eru sem fyrr í 5. sæti með 24 stig en Grótta trónir ein á toppnum með 34 stig

 

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir