Einar spyr um reglur um lágmarksbirgðir dýralyfja

Einar K Guðfinnsson

 Einar K. Guðfinnsson lagði í gær fram fyrirspurn til  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lágmarksbirgðir dýralyfja en tilefnið var tilvikin í minkabúum í Skagafirði þar sem upp kom skæð sótt sem ekki var unnt að bregðast við sökum þess að ekki voru til lyf í landinu.

 

Samkvæmt  þingsköpum er gert ráð fyrir að svar geti borist innan viku og vonast Einar því  til að málið geti komið á dagskrá Alþingis í hefðbundnum fyrirspurnatíma á Alþingi á miðvikudaginn í næstu viku.

 

Fyrirspurn Einars var eftirfarandi; - Hvaða reglur gilda um lágmarksbirgðir af lyfjum og bóluefni vegna dýrasjúkdóma?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir