Ég sá stax að ég yrði að hafa skjótar hendur að ná þeim útaf vellinum
Hver er maðurinn? Stefán Ólafur Ólafsson
Hvar elur þú manninn í dag ? Bý á stóru jarðskjálftasprungunni sem gengur í gegnum Ölfusið á bæ sem heitir Öxnalækur
Fjölskylduhagir? Giftur Eygló Pétursdóttir en hún vinnur hjá Rarik á Selfossi.
Afkomendur? Stefán Ólafur 24 ára og Sunna 21 árs.
Helstu áhugamál? Fjölskyldan, þjóðmál, íþróttir og þá sérstaklega fótbolti.
Við hvað starfar þú? Vinn hjá Samherja við framleiðslu á bleikju.
Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
Heima er . ....................Þar sem fjölskyldan er
Það er gaman. . ........................Að horfa út Skagafjörðinn frá Arnarstapa á Vatnsskarðinu á bjartri og fallegri sumarnótt og sjá alla fegurðina sem við blasir
Ég man þá daga er.. ......................Að flest var leyfilegt á gamlárskvöld
Ein gömul og góð sönn saga... Sumar eitt fyrir all löngu var ég íþróttavallarstjóri á Króknum en þetta var kaldasta sumar síðan 1918. Einn sunnudagsmorgun er hringt í mig en það var þá Guðjón Ingimundarson, sá mæti maður, en hann var mættur upp í sundlaug og tjáði mér að hann sæi stærðar tjald á miðjum vellinum og það liti út fyrir að einhverjir hefðu klifrað yfir girðinguna og tjaldað. Ég sá stax að ég yrði að hafa skjótar hendur að ná þeim útaf vellinum, því það átti að fara að hefjast frjálsíþróttamót. Ég man að þegar ég var á leiðinni að tjaldinu, til að vekja tjaldbúanna var ég að velta fyrir mér hvaðan í andskotanum úr heiminum þessir fuglar væru. Var helst á því að þetta hlytu að vera Frakkar eða Spánverjar. En viti menn þegar mér loksins tókst að vekja þá, þá töluðu allir íslensku. En það máttu þeir eiga að tjaldið var akkurat á miðjupunktinum.. ............
Spurt frá síðasta viðmælanda.................... Reyndir þú einhvern tímann að fá afslátt á “englendingnum” eða einhverri æfingu hjá Danna, eftir erfiðan dag í símavinnuflokknum??
Svar.....Daníel var þekktur fyrir svokallaðan Hlíðarendahring. sem var að lámarki svona 2-4 tíma langhlaup, yfirleitt upp og niður móana og stundum fram í sveit en alltaf upp á Hlíðarenda. Verstur var hann eftir tapleiki , en sem betur fer þekktust varla tapleikir, aðeins eitt og eitt jafntefli. Að reyna að fá afslátt af þessu hafði verið vonlaust og hefði bara kallað á meiri langlaup og farið öfugt í karlinn.,.......
Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?
Nafn. Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri á Vopnafirði.............
Spurningin er. Er það rétt að ykkur feðgunum hafi alltaf gengið illa að landa laxi í Blöndu?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.