Efnt verður til mótmæla við sýsluskrifstofur í dag
Hópur á Facebook stendur fyrir mótmælum gegn Icesavesamningnum á Austurvelli og fyrir framan skrifstofur sýslumanna í dag. Byrja mótmælin klukkan tvö og eiga að standa til sjö.
Hópur sem kallar sig Börn Íslands stendur fyrir mótmælum gegn Icesavesamningnum á Austurvelli og fyrir framan skrifstofur sýslumanna um land allt í dag undir slagorðinu: Ekki samþykkja Icesave samningana í núverandi mynd.
Á síðunni sem hópurinn hefur stofnað á fésbókinni segir að mótmælendur vilji hvetja Alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Þar stendur: „Við erum ekki tilbúin til að leggja framtíð barna Íslands að veði. Mætum því á Austurvöll og fyrir framan skrifstofur sýslumanna um land allt til að sýna okkar vilja."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.