Eflum byggð á Blönduósi

Síðasta önn námskeiðsins hjá Farskólanum ,,Eflum byggð" á Blönduósi hófst mánudaginn 18. janúar með því að kennarar og námsmenn komu saman í gamla Kvennaskólanum og borðuðu austurlenskan mat. Námskeiðið er eingöngu kennt á Blönduósi á þessari önn.

Ekki er annað að heyra en að námsmenn séu ánægðir með námskeiðið þar sem sumir þeirra vilja skoða hvaða nám er í boði til dæmis hjá Farskólanum í framhaldinu.

Námskeiðið  ,,Eflum byggð" er samstarfsverkefni Farskólans, Fjölbrautaskólans og Háskólans á Hólum. Verkefnið er fjármagnað af sjóði sem settur var á stofn vegna kvótaniðurskurðar árið 2008. Ráðinn var verkefnastjóri á Blönduósi; Gunnar T. Halldórsson, sem hefur meðal annars umsjón með fræðsluverkefninu ,,Eflum byggð". 

Námsvísir vorannar 2010 er kominn á vefinn og er væntanlegur inn á öll heimili á Noðurlandi vestra í næstu viku. Mikið af áhugaverðum námskeiðum fyrir alla er að finna í vísinum og ætti fólk að kynna sér hvað er í boði.

/Farskólinn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir