Dýrt spaug Akureyrings - Hrekkur sem gekk fulllangt

Skagfirðingar eiga alvöru ísbjörn á meðan Eyfirðingar ferðast um með taubangsa sem setur þjóðfélagið á hliðina.

Þrátt fyrir að erfitt sé að setja verðmiða á spaug Akureyringa í skemmtiferð nú á laugardag er ljóst að óbeinn kostnaður við grínið er mikill.

-Það er í raun alveg útilokað að skjóta á beinan kostnað við þetta en við þurftum að kalla út tvo lögregluþjóna sem voru í fríi. Sjálfur var ég í Reykjavík og var lagður af stað norður, dýralæknir á Húsavík var lagður af stað. Skytturnar voru komnar í útigallann og maður frá Umhverfisstofnun var ræstur úr helgarfríi og í vinnu, segir Stefán Vagn Steánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki aðspurður um kostnaðinn við spaug Oddfellowa á ferðalagi nú á laugardag.

Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður segist einn bera ábyrgð á hrekknum en á myndum má sjá aðra meðlimi ferðarinnar stilla sér upp fyrir myndatöku og var greinilega allt gert til þess að láta hrekkinn vera sem raunverulegastan. -Þeir vissu ekkert hvað ég ætlaði að gera við myndirnar við vorum í pissustoppi upp á Öxnadalsheiði og ég kem stórum bangsa fyrir þarna við ánna og bað menn a stilla sér upp á mynd, segir Sigurður Guðmundsson í samtali við Feyki núna í morgun.
Aðspurður um hvað hann vilji segja við þá sem kallaðir voru úr sínum frítíma til vinnu sökum hrekksins segist Sigurðru vilja biðja þá afsökunar. -Þetta var hrekkur sem gekk fulllangt, ég viðurkenni það. En menn verða líka að hafa smá húmor. Hér er allt í rúst og þetta átti að vera smá spaug til að létta mönnum lífið. Það má ekki fara alveg á taugum þó svo að menn séu plataðir pínulítið, segir Sigurður að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir