Duglegir tombólukrakkar
feykir.is
Skagafjörður
11.06.2010
kl. 14.24
Þau Kolbrún Sonja Rúnarsdóttir og Kristófer Dagur Sigurjónsson á Sauðárkróki söfnuðu dóti í vikunni og héldu tombólu til styrktar Þuríði Hörpu.
Tombólan var haldin fyrir utan Hlíðarkaup þann 9. júní s.l. og fengu krakkarnir 3500 krónur í hagnað sem þau afhentu Þuríði sem tók við þeim með miklu þakklæti í Nýprenti í dag.
Þuríður er að fara sína þriðju ferð til Indlands þann 11. júlí nk. og samkvæmt bloggi hennar hlakkar hún til þó ýmislegt gangi á sem þarf að takast á við. Bloggið hennar er einkar einlægt og snertir alla sem það lesa en slóðin á það er http://www.oskasteinn.com/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.