Duglegir tombólukrakkar
feykir.is
Skagafjörður
04.09.2009
kl. 14.13
Þær vinkonur Anna Margrét Hörpudóttir og Björg Þóra Sveinsdóttir héldu tómbólu á dögunum fyrir utan Skagfirðingabúð til styrktar Þuríði Hörpu sem nú er í stofnfrumuaðgerð á Indlandi.
Stúlkurnar söfnuðu dóti í sumar og héldu tombólu en náðu ekki að klára vörurnar þá. Var því restinni komið út núna og varð afraksturinn nú kr. 13,489-. Þuríður Harpa vill koma kæru þakklæti til allra sem leggja henni lið í sinni baráttu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.