Drengjaflokkur Tindastóls lagði Keflavík.

Drengjaflokkar Tindastóls og Keflavíkur mættust á sunnudagskvöldið í Síkinu á Sauðárkróki og náðu Stólarnir að landa sigri 79 – 76 eftir spennandi leik og sitja nú í öðru sæti riðilsins. Fyrir leikinn voru bæði lið með 10 stig í öðru til þriðja sæti A-riðils.

Tindastóll lagði grunninn að sigrinum í frábærum þriðja leikhluta, skoruðu þar 35 stig gegn 16. Keflavík gafst hinsvegar aldrei upp, en náði ekki að komast yfir í fjórða leikhluta og Stólarnir héldu það út.

Bestur heimamanna var Einar Bjarni með 31 stig, en næstir komu Þorbergur, Pálmi og Reynald með 8 stig hver. Reynald átti mjög góðan leik, reif niður fráköst vinstri, hægri og var öflugur.

Annars skiluðu allir leikmenn sínu vel í leiknum í tiltölulega jöfnu liði. Hjá Keflavík voru Guðmundur, Alfreð og Almar atkvæðamestir.

Nánari lýsingu á leiknum er hægt að sjá á Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir