Dreifistöð fyrir Gagnaveitu í Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður
19.12.2008
kl. 13.38
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar hefur samþykkt fyrir sitt leiti umsókn um byggingarleyfi, v/fjarskiptabúnaðar Gagnaveitu Skagafjarðar í Varmahlíðarskóla.
Hyggst Gagnaveitan setja þar upp aðstöðu fyrir dreifistöð Gagnaveitunnar sem inniheldur tækjabúnað sem þjóna á dreifbýli Skagafjarðar bæði örbylgjukerfinu og ljósleiðarakerfinu sem fyrirhugað er að koma upp í Akrahreppi á næsta ári. Var erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eignarsjóðs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.