Draumaprinsinn þarf að vera vel fjáður, ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis!

Snippuð mynd af Bændablaðinu
Snippuð mynd af Bændablaðinu

Það ráku eflaust margir lesendum Bændablaðsins upp stór augu þegar þeir lásu blað vikunnar sem kom út í gær, fimmtudaginn 11. júlí, því á bls. 7 er heilsíðu ,,auglýsing" með einstæðum bændum. Tilgangur síðunnar er að finna draumamaka fyrir þessa flottu bændur en þarna var allavega eitt mjög kunnuglegt andlit á ferðinni. Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra og ráðunautur hjá RML, var þar á meðal. Feykir var fljótur að senda henni nokkrar spurningar sem að sjálfsögðu tók vel í. 

Hvernig kom það til að þú varst valin í þetta skemmtilega verkefni? ,,Blaðamaður Bændablaðsins hafði samband og spurði hvort ég væri til í að vera með, mér fannst þetta skemmtileg hugmynd og sagði já. Bænder er miklu skemmtilegra en Tinder :)"

Það er nú ekki langt síðan blaðið kom út en hefur þú fengið viðbrögð við auglýsingunni? ,,Eitthvað aðeins já, er samt ekki búin að fá afrit af bankabókinni hjá neinum enn :)"

Hver er þín uppskrift af draumamaka? ,,Mér var alveg fúlasta alvara með lýsingunni sem kom á Bænder sko :)"

Til fróðleiks þá segir hún í Bændablaðinu að draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það).

En hvað er svo verið að bralla þessa dagana? ,,Núna er ég að klára uppsóp af verkefnum í vinnunni áður en ég fer í sumarfrí."

Skrítin spurning því ég veit að bændur fá yfirleitt ekki mikið frí nema að bregða sér af bæ en á að taka sér eitthvað sumarfrí? ,,Já, tek frí núna fram yfir verslunarmannahelgi hjá RML. Ætla að dunda eitthvað í búskapnum, liggja í leti og hugsanlega ferðast eitthvað."

Feykir þakkar henni fyrir skjót viðbrögð og vonast til að hún finni draumaprinsinn á næstunni til að liggja í leti með og kannski ferðast smá með:)

Hér er hægt að lesa fréttina sem birtist á bbl.is.

Hér er hægt að lesa Bændablað vikunnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir