Dragnótaveiðar bannaðar á ákveðnum svæðum

Nýjar tillögur um verndun grunnslóðar í sjö fjörðum á Íslandi voru kynntar nú í morgun á vef landbúnaðar- og  sjávarútvegsráðuneytisins en þar er miðað að því að friða innri hluta flóa og fjarða fyrir veiðum með dragnót. Hrútafjörður/Miðfjörður, Húnafjörður og Skagafjörður meðal þeirra svæða sem tillagan nær til.

Þann 15. janúar 2010 boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með fréttatilkynningu, að í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar yrðu kannaðar veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og þær takmarkaðar frekar en nú er. Þannig mætti treysta grunnslóðir sem veiðisvæði smærri báta með umverfisvænni veiði samhliða verndun sjávarbotnsins og lífríkisins alls á þessum hafsvæðum.

Að undanförnu hefur verið unnið að tillögum, sem miða að því að friða innri hluta flóa og fjarða fyrir veiðum með dragnót. Þær tillögur sem nú eru settar fram eru áfangi á þeirri leið að leggja mat á hvar heppilegast er að draga línur um takmörkun veiða með dragnót, með það að markmiði að auka friðun grunnslóðar fyrir dregnum veiðarfærum og jafnframt mæta kröfum heimaaðila um verndun lífríkisins og skipulag hafsvæða. Hér er átt við það sjónarmið að veiðar með ólíkum veiðarfærum sem ekki fara saman, verði haldið aðskildum með skipulögðum hætti.

Tillögunar nú snúa að verndun grunnslóðar í Önundarfirði, Hrútafirði/Miðfirði, Húnafirði, Skagafirði og Seyðisfirði/Loðmundarfirði og byggja á 8. gr. laga nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir