Dindilvikan hafin hjá Göngufélaginu Brynjólfi

Göngufélagið Brynjólfur

Dindilvikan er gengin í garð hjá félögum Göngufélagsins Brynjólfs á Hvammstanga en hún er undanfari gangna sem meðlimir félagsins fara í um næstu helgi.

 

Í dindilviku er félagsmönnum uppálagt að skerða ekki skegg sitt, vera tilbúnir með sérstakan félagsmjöð sem þykir mun karlmannlegri en sá sem fæst í vínbúðinni og á aðfangadag gangna er haldinn aðalfundur sem stendur fram á nótt. Um morguninn er farið í sjálfar göngurnar en hinir hugdjörfu félagsmenn sjá um að smala erfiðar brúnir Ánastaða, Skarðs og Almennings og koma fénum til skila í Hamarsrétt.

Í næsta Feyki er viðtal við Hrannar Haraldsson eða Hrossa Hestasveinn eins og hann kallast í félaginu og er hann óspar á skemmtilegar lýsingar úr félagsstarfinu.

 

Hægt er að  fræðast meira um kappana HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir