Dimmir hratt á draugaslóð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
15.07.2009
kl. 13.44
Í Blöndustöð verður í sumar sýning Baska (Bjarna Skúla Ketilssonar) um örlög Reynistaðabræðra þar sem listamaðurinn túlkar þessa sorglegu og dularfullu sögu í fjölbreyttu listformi. En eins og allir vita urðu Reynistaðarbræður úti á Kili árið 1780.
Baski er fæddur á Akranesi 1966 en býr nú og starfar í Hollandi. Hann hefur haldið einkasýningar víðsvegar um Evrópu og m.a. á Sauðárkróki í Sæluviku 2008. Hlaut sú sýning mikla athygli og góðar móttökur sýningagesta.
Sýningin í Blöndustöð opnaði 13. júní s.l. og stendur til 23. ágúst. Opið er alla daga í sumar frá 13:00–17:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.