Deilt um ráðningasamning

Meirihluti nýrrar bæjarstjórnar á Blönduósi felldi á 1. Fundi sínum tillögu S lista þess efnis að ráðningu bæjarstjóra verði frestað  en bæjarráði verði falið að ganga til viðræðna við Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóra um nýjan ráðningarsamning og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Lögðu þá fulltrúar S lista fram bókun þar sem fram kom að fulltrúum S-listans finnst óeðlilegt að

þurfa að taka afstöðu til ráðningarsamnings án viðunandi kynningar og að fulltrúar L-listans standi einir að gerð samningsins.

Þegar ráðningasamningurinn var síðan lagður fyrir byggðaráð í gær óskaði Oddný M Gunnarsdóttir eftir því að ráðningasamningi bæjarstjóra yrði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.  Ekki kemur fram í fundargerð Byggðaráðs hvaða afgreiðslu þessi  ósk Oddnýjar hlaut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir