Deiliskipulag fyrir Sveinstún á Sauðárkróki kynnt

Yfirlitsmynd af Sveinstúni eins og það gæti litið út. Betur er farið yfir málin í myndbandinu sem finna má á síðu Skagafjarðar. SKJÁSKOT
Yfirlitsmynd af Sveinstúni eins og það gæti litið út. Betur er farið yfir málin í myndbandinu sem finna má á síðu Skagafjarðar. SKJÁSKOT

Að undanförnu hefur sveitarfélagið Skagafjörður kynnt tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir 38 lóðum í Sveinstúni fyrir allt að 84 íbúðum í einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsum. Nú er hægt að skoða kynningarmyndband á heimasíðu Skagafjarðar þar sem Björn Magnús Árnason, landfræðingur hjá Stoð verkfræðistofu, fer yfir það helsta í tillögunni og er sjón sögu ríkari.

Í myndbandinu eru helstu viðfangsefni skipulagsins kynnt, sýndar skýringarmyndir og sagt frá hvernig tillagan gerir ráð fyrir þróun nýrrar íbúðarbyggðar með aðkomu frá Sæmundarhlíð en Sveinstún er suðaustan við Túnahverfið á Króknum.

Á heimasíðu Skagafjarðar kemur fram að skipulagstillögurnar séu auglýstar frá 7. júní til og með 19. júlí 2023. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir varðandi skipulagstillögurnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 19. júlí 2023. Einnig er hægt að senda inn athugasemdir í gegnum www.skipulagsgatt.is.

Sjá frétt á heimasíðu Skagafjarðar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir