Deildarstjóraskipti í fiskeldis- og fiskalíffræðideild

logo-holarÞann 1. febrúar n.k. verða deildastjóraskipti í fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Helgi Thorarensen, mun láta af störfum sem deildarstjóri deildarinnar, eftir rúmlega 10 ára starf. Helgi fer þó ekki langt því hann mun vinna að enn frekari uppbyggingu fiskeldisrannsókna deildarinnar sem prófessor í fiskeldisfræðum ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarstörfum fyrir skólann. Við deildarstjórastarfinu tekur Bjarni K. Kristjánsson dósent.

Á heimasíðu skólans segir; -Það passar vel við stefnu deildarinnar að sérfræðingar hennar skiptist á um að sinna starfi deildarstjóra.

Jafnframt því að þakka Helga vel unnin störf þá vill skólinn bjóða Bjarna Kristófer velkominn til starfa á nýjum vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir