Deilan um Landsmótsstað heldur áfram

Undirritaðir stjórnarmenn hestamannafélaganna Dreyra, Faxa, Geisla, Glæsis, Grana, Háfeta, Hornfirðings, Kóps, Léttfeta, Ljúfs, Loga, Mána, Neista, Sindra, Skugga, Sleipnis, Smára, Snarfara, Snæfaxa, Stíganda, Storms, Svaða, Trausta, Þjálfa, Þráins og Þyts, mótmæla því harðlega að stjórn L.H. hrófli við því mynstri sem verið hefur við lýði varðandi staðsetningu Landsmóta allt frá upphafi þeirra en það mynstur hefur byggst á því að mótin hafa verið haldin á landsbyggðinni og til skiptis á norður- og suðurlandi.  Ef samið verður um að LM 2012 verði í Reykjavík er um stefnubreytingu að ræða í Landsmótsmálum.  Krefjumst við þess að áður en svo veigamikil stefnubreyting sé framkvæmd, verði greidd atkvæði um hana á ársþingi L.H , ellegar sé kallað til auka fundar 

Greinagerð:

Nánast frá  upphafi landsmóta hafa þau verið staðsett á landsbyggðinni og til skiptis sunnan lands og norðan og því rík hefð komin á það fyrirkomulag.  Í hugum okkar og trúlega margra annarra er sérstaða Landsmóta að hluta til fólgin í umgjörðinni sem víðáttan og dreifbýlið skapar.  Sú tilraun sem gerð var árið 2000 þegar Landsmót fór fram í Reykjavík sýndi a.m.k, burt séð frá kostum þess og göllum, að þetta var mót af ólíkum toga.  Frá árinu 2002 hefur staðsetning mótana verið í mjög föstum skorðum þar sem tveir Landsmótsstaðir hafa verið til skiptis, Gaddastaðaflatir og Vindheimamelar og er búið að leggja í miklar fjárfestingar á þessum stöðum á undanförnum árum til þess að geta sem best mætt kröfum Landsmótsgesta.

 Í ljósi þess að stjórn L.H. hefur ákveðið að ganga til samninga um að LM

2012 verði í Reykjavík og um leið storkað því jafnvægi sem verið hefur við

lýði   hljótum við sem forsvarsmenn í félögum inn vébanda Landsambandsins

að spyrja okkur hvort slík stefnubreyting samræmist vilja heildarinnar.

Það er lágmarkskrafa að grasrót samtakana fái að fjalla um slík mál með lýðræðislegum hætti og ólíðandi að naumur meirihluti stjórnar taki slíkar ákvarðanir án þess að hafa fyrir því skýran vilja félagsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir